152. löggjafarþing — 71. fundur,  28. apr. 2022.

dagskrártillaga.

[10:38]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þessi þingsalur hér er til að ræða mál, draga fram ólík sjónarmið og senda mál svo áfram til frekari vinnslu í nefndum þar sem við köllum eftir umsögnum og tökum svo afstöðu til málsins, hvert út frá okkar sannfæringu. Ég tel að í umdeildum málum þá skipti einmitt máli að þannig vinnum við hlutina og að það fari fram efnisleg umræða um þau. Hún má gjarnan vera hörð, það má gjarnan deila hart, en það á ekki að reyna að ýta málum í burtu með svona dagskrártillögum. Þannig að við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði munum greiða atkvæði gegn henni en tökum svo þátt í umræðunni þegar að henni kemur. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)