152. löggjafarþing — 71. fundur,  28. apr. 2022.

dagskrártillaga.

[10:41]
Horfa

Ásthildur Lóa Þórsdóttir (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér er mikið talað um að það sé nauðsynlegt að ræða málin,. Frábært. En það eru bara ákveðin mál sem komast að, það eru bara mál frá ríkisstjórninni sem komast að. Mál frá minni hlutanum komast ekki til umræðu hérna inni í þingsal. (Gripið fram í.) Það þýðir bara varla. Þau komast ekki nema rétt í 1. umr. og svo ekkert meir. Hvernig væri að hleypa einhverjum málum frá stjórnarandstöðunni að til atkvæðagreiðslu, til umræðu í kringum atkvæðagreiðslu? Ég er með fullt af góðum málum, og fleiri, sem mættu alveg komast til umræðu. Það virðist vera að það séu aðrir sem óttast lýðræðislega umræðu en stjórnarandstaðan.