Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 7. fundur,  21. sept. 2022.

ávana- og fíkniefni.

5. mál
[17:22]
Horfa

Tómas A. Tómasson (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmenn og kæra þjóð. Með leyfi forseta, afsakið að ég sletti: „Damned if you do, damned if you don´t.“ Það liggur ljóst fyrir að þetta er vandamál og það er ekkert að fara. Ég er alveg sannfærður um að neysla mun aukast til muna verði þetta afglæpavætt og mun líka aukast ef þetta verður löglegt, en þá er alla vega hægt að halda utan um þetta, stjórna neyslunni og hugsanlega ná utan um glæpastarfsemi sem þessu tengist og hún er mikil. Það eru gífurlegir fjármunir sem tengjast þessum iðnaði, ef við getum kallað þetta iðnað. Það sem ég er að segja við hv. þingmann og ykkur er að vil að þetta sé hugsað til enda áður en farið er að afglæpavæða bara sisvona með einu pennastriki.