Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 7. fundur,  21. sept. 2022.

ávana- og fíkniefni.

5. mál
[18:22]
Horfa

Eva Sjöfn Helgadóttir (P) (andsvar):

Forseti. Velferðarnefnd á að meta áhrifin af þessu. Við eigum að gera þetta til þess að þetta hætti og við eigum að meta áhrifin og við eigum að gera þetta vel. En við þurfum að fara í þá vegferð. Við getum ekki sagt: Neysluskammtar, ég veit ekki hvað það er mikið. Hvernig á ég að meta það? Á þessi ráðherra að meta það eða hinn? Það er ekki þannig. Þetta snýst ekki bara um það. (Gripið fram í.) Þetta snýst bara um það að við séum að ákveða það að við ætlum ekki að refsa þessu fólki. Ókei. Síðan koma verkferlar. Síðan kemur allt hitt í kjölfarið af því. Við setjum lögin hérna, við ákveðum og setjum stefnuna, við getum ekki beðið eftir einhverjir aðrir setji stefnuna. Það erum við hér sem setjum stefnuna þannig að við þurfum að ákveða þetta. Við getum ekki sagt: Ég veit ekki, hann er ekki sérfræðingur, finnum sérfræðinga. Setjum stefnuna. Ef við tökum þetta skref þá fylgir þjóðin á eftir. Ef við tökum það skref að halda í þá vegferð að við ætlum ekki að refsa fólki þá fylgja hinir á eftir. Það á að vera þannig, alla vega eins og ég skil þetta. Við hér erum löggjafarvaldið. Þannig að spurning mín er bara: Hvað leggur hv. þingmaður þá til nákvæmlega að þurfi að breytast til að geta samþykkt þetta akkúrat núna?