Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 7. fundur,  21. sept. 2022.

ávana- og fíkniefni.

5. mál
[19:09]
Horfa

Diljá Mist Einarsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Mig langar að taka heils hugar undir punktinn sem hv. þingmaður var með varðandi það hversu mikilvægt það er að heilbrigðisstarfsfólk sinni heilbrigðismeðferð, sem er jú það sem fólk sem glímir við sjúkdóma þarf á að halda, heilbrigðismeðferð. Hv. þingmaður nefndi hér blönduðu úrræðin sem ég er svo hjartanlega sammála um að séu mikill ágalli á okkar kerfi og það hvernig við tökum á móti einstaklingum með vímuefnavanda. Mig langar að spyrja hvort við gætum gert betur þegar kemur að þessum úrræðum, hvort það sé ekki ástæða til að skoða þetta sérstaklega.