Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 37. fundur,  24. nóv. 2022.

lögfræðiálit lífeyrissjóðanna um ÍL-sjóð.

[11:24]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf):

Virðulegur forseti. Ég hef pínulítið blendnar tilfinningar í þessu. Um leið og mér finnst það algerlega óboðlegt af þinginu að fjárlaganefnd og minni hlutanum í fjárlaganefnd sé neitað um þetta og að stjórnarliðar leggist svona eindregið gegn því að Alþingi láti vinna óháð lögfræðiálit á þessum risastóru spurningum sem blasa við okkur, þá er ég líka hálfpartinn feginn að sjá áhugaleysi stjórnarmeirihlutans á því að fá úr þessu skorið og taka þetta til umfjöllunar. Það sýnir bara að það stendur ekki til að knýja ÍL-sjóð í þrot með lögum fyrir áramót. Þetta voru bara kúrekastælar í hæstv. fjármálaráðherra. Það er ekkert raunverulega á bak við þetta. Þetta var frumhlaup ráðherra og það er ekkert sem bendir til þess að stjórnarmeirihlutinn í heild sé með honum í þessari vegferð því að ef svo væri værum við auðvitað á haus að láta kanna hvort með þessu sé ekki einmitt verið að skerða eignarréttindi með ólögmætum hætti. Það liggur algerlega fyrir í mínum huga.