Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 78. fundur,  9. mars 2023.

nafnskírteini.

803. mál
[12:16]
Horfa

dómsmálaráðherra (Jón Gunnarsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef svo sem ekki skilgreiningu á því sem hv. þingmaður spyr um, hvaða aðrar lífkennaupplýsingar gæti verið um að ræða en ég geri ráð fyrir því að það séu þá heimildir til að afla einhverrar staðfestingar á því að viðkomandi séu þeir sem þeir segjast vera ef það eru einhver vandamál í því. En ég get aflað upplýsinga um það hvað er verið að nálgast nánar þarna. Auðvitað kemur það til skoðunar hjá nefndinni.

Ef ég skildi rétt hv. þingmann er verið að spyrja um hvort skilríki sem eru gefin er út í dag til útlendinga teljist fullnægjandi skilríki í samanburði við þessi nafnskírteini. Það má nú vera að það verði einhver munur á þeim en auðvitað er hér verið að tala um skilríki sem allir íslenskir ríkisborgarar geta fengið og eru þá hugsuð sem skilríki að þessum aðgangi sem við þurfum orðið í dag, bara í okkar daglega lífi. Þetta hefur verið nefnt við mig í þessu samhengi. Þetta er eitthvað sem ég myndi biðja nefndina kannski að skoða alveg sérstaklega í málsmeðferð á þessu máli, hvernig við getum mögulega mætt þeirri þróun gagnvart þeim aðilum.