Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 94. fundur,  17. apr. 2023.

fjármálaáætlun fyrir árin 2024--2028.

894. mál
[16:11]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf):

Virðulegur forseti. Í rammasamningi ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð húsnæðis, sem hæstv. ráðherra minntist hér á áðan, er gert ráð fyrir að byggðar verði að jafnaði 1.200 hagkvæmar íbúðir á viðráðanlegu verði á ári næstu fimm árin. Það er auðvitað eðlilegt að gera ráð fyrir að það rokki eitthvað aðeins til og frá, í kringum 1.200, verði kannski 800 eitt árið og 1.500 annað árið o.s.frv. En spurning mín til hæstv. innviðaráðherra í fyrri atrennu er ósköp einföld: Hvað duga fjárveitingarnar í þessari fjármálaáætlun fyrir mörgum almennum íbúðum á ári næstu fimm ár? Þetta eru 3,7 milljarðar árlega. Hvað dugar þetta fyrir mörgum almennum íbúðum á ári?