131. löggjafarþing — 54. fundur,  9. des. 2004.

Tekjuskattur og eignarskattur.

351. mál
[12:07]

Frsm. 2. minni hluta efh.- og viðskn. (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er skrýtið en ég hef allt aðrar upplýsingar frá Samtökum eldri borgara. Þeir sendu frá sér fréttatilkynningu þegar skattafrumvarpið lá fyrir undir fyrirsögninni „Skattafrumvarp ríkisstjórnarinnar gleymir eldri borgurum og einstaklingum með lágar tekjur“. Þetta var yfirskrift yfirlýsingar sem frá þeim kom.

Hins vegar er það alveg rétt að þegar þessi yfirlýsing er gaumgæfð kemur fram að samtökin, eins og ég gat um áðan, fagna t.d. afnámi eignarskatts. En þau gagnrýna jafnframt að fasteignamatið skuli hafa verið hækkað sem veldur því að byrðarnar verða þyngri, a.m.k. fyrst í stað. En þetta er áherslan hjá þeim.