132. löggjafarþing — 66. fundur,  14. feb. 2006.

Lögreglulög og framkvæmdarvald ríkisins í héraði.

520. mál
[14:33]
Hlusta

dómsmálaráðherra (Björn Bjarnason) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Því miður get ég ekki gert að því ef hv. þingmaður telur að sá texti sem kynntur er til undirskriftar í Borgarbyggð sé réttur og sýnir það að hann hefði betur hlustað á ræðu mína og kynnt sér um hvað þetta frumvarp snýst.

Varðandi kostnaðarþáttinn hefur verið lagt mat á málið af hálfu fjármálaráðuneytisins samkvæmt tillögum dómsmálaráðuneytisins og frumvarpið á ekki að leiða til aukins kostnaðar. Þetta er spurning um forgangsröðun og spurning um skiptingu verkefna og spurning um að deild verði til sem hafi sérgreint þetta verkefni.