133. löggjafarþing — 18. fundur,  1. nóv. 2006.

útræðisréttur strandjarða.

140. mál
[15:17]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg):

Frú forseti. Útræðisréttur strandjarða er hluti af möguleikum íbúa landsins til að nýta auðlindir þess sér til atvinnusköpunar. Um aldaraðir hefur farið saman það búskaparform meðfram ströndum landsins að bændur hafa samtímis nýtt gæðin til landsins og til sjávarins. Ég er uppalinn við það að þá var til helminga stundaður sjór og landbúnaður.

Það að gefa strandjörðum rétt til ákveðins útræðis finnst mér vera skýlaus krafa sem þess vegna byggðamálaráðherra ætti að beita sér fyrir. Þetta er réttur sem fylgir jörðinni, réttur sem fylgir búsetuskyldu, réttur sem ekki er hægt að selja frá jörðinni eða leigja, heldur einungis nýta af þeim sem (Forseti hringir.) situr jörðina á hverjum tíma. (Forseti hringir.) Þennan rétt, frú forseti, þurfum við að standa vörð um og endurvekja.