133. löggjafarþing — 49. fundur,  9. des. 2006.

fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda.

435. mál
[16:57]
Hlusta

Mörður Árnason (Sf) (andsvar):

Forseti. Þetta er ekki andsvar af fjandsamlegu tagi. Ég hef hlustað á síðari hluta ræðu þingmannsins og hann hefur sagt hér margt merkilegt sem ég vek athygli þingmanna á, og einkum framsögumanns nefndarálitsins, hv. þm. Guðjóns Ólafs Jónssonar, að þörf er á að svara, t.d. þessu um sektarákvæðið sem virðist ekki vera nægilega hugsað, a.m.k. koma engin svör fram í nefndarálitinu við því. Það er nú eina erindi mitt í stólinn að taka undir með hv. þm. Kristni H. Gunnarssyni að það er erfitt að taka afstöðu til frumvarpsins að ósvöruðum spurningum af þessu tagi.