135. löggjafarþing — 12. fundur,  18. okt. 2007.

tilfærsla verkefna innan Stjórnarráðs Íslands.

130. mál
[17:24]
Hlusta

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Í tilefni af ummælum hv. þm. Árna Þórs Sigurðssonar og sjónarmiðum sem komu fram hér í umræðunni vil ég segja fyrir mitt leyti að ég tel eðlilegt að frumvarpið fari til umsagnar hjá fagnefndum þingsins eftir því sem frumvarpið gefur tilefni til, þeirra fagnefnda sem efni þess snertir og mun sem formaður allsherjarnefndar gera tillögu um slíkt þegar nefndin tekur málið til meðferðar.