135. löggjafarþing — 42. fundur,  12. des. 2007.

tilfærsla verkefna innan Stjórnarráðs Íslands.

130. mál
[10:59]
Hlusta

Jón Magnússon (Fl) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þingflokkur Frjálslynda flokksins hefur tekið þá afstöðu að styðja frumvarpið sem hér um ræðir. Hann gerir samt sem áður fyrirvara varðandi flutning Skógræktar og Landgræðslu svo sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Við hefðum talið heppilegra að þær hefðu verið í einu ráðuneyti og ég lýsti því hvað mig snertir persónulega að ég hefði talið eðlilegt að skógrækt og landgræðsla hefðu verið í landbúnaðarráðuneytinu.

Ekki var alveg rétt með farið það sem hv. þm. Jón Gunnarsson sagði í gær varðandi hvernig skógrækt og landgræðsla væru vistaðar. Hann nefndi Danmörku þar sem málum væri svipað háttað eins og gert er ráð fyrir í frumvarpinu sem hér er um ræðir.

Vinnan í allsherjarnefnd var með þeim hætti að ég tel að um eðlilegan og málefnalegan undirbúning frumvarpsins hafi verið að ræða þannig að sú frávísunartillaga sem liggur fyrir tel ég að eigi ekki rétt á sér. Við þingmenn Frjálslynda flokksins munum þar af leiðandi greiða atkvæði gegn frumvarpinu, gerum þann fyrirvara sem ég hef gert að umtalsefni, en munum að öðru leyti styðja frumvarpið