136. löggjafarþing — 79. fundur,  11. feb. 2009.

afhendingaröryggi raforku og virkjun vatnsfalla á Vestfjörðum.

283. mál
[15:45]
Horfa

Kristinn H. Gunnarsson (Fl):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Sturlu Böðvarssyni fyrir að hreyfa málinu með fyrirspurn á þinginu og hæstv. ráðherra fyrir svör hans. Mér finnst það skipta miklu máli sem fram kom í ræðu hæstv. ráðherra um rannsóknarleyfi vegna virkjunar á Hvalá. Hann hefur kveðið upp úr með það með formlegum hætti að ekki þurfi leyfi og aðilarnir sem eru með málið í undirbúningi geti hafi rannsóknir sínar þegar í stað og án nokkurra leyfa eða afskipta hins opinbera. Ég held að það sé fagnaðarefni að þetta liggi hér fyrir eftir athugun málsins í ráðuneytinu þannig að ekki verði neinn frekari dráttur á því að rannsóknir hefjist á mögulegri virkjun í Hvalá í Ófeigsfirði.

Virðulegi forseti. Ég tek undir orð manna um skort á bærilegu afhendingaröryggi orku (Forseti hringir.) á Vestfjörðum og fagna áhuga hæstv. ráðherra á því að bæta þar úr.