137. löggjafarþing — 43. fundur,  14. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[16:41]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (andsvar):

Frú forseti. Það var einmitt þetta sem sló mig mest í þessari greiningu hjá The Economist að horfa upp á það að Spánn, þar sem atvinnuleysi virðist vera í kringum 20% og mun hærra þá hjá ungu fólki, að stjórnmálamenn þar virðast hafa sjaldan eða aldrei verið jafnákveðnir í að halda áfram samstarfinu í gegnum myntbandalagið. Hv. þingmaður nefndi aðeins Grikki. Það virðist almennt vera viðhorfið hjá þessum löndum að kostirnir við myntbandalagið séu meiri en gallarnir. Ég verð að segja það fyrir mína parta að mér finnst svolítið erfitt að skilja þetta, að menn séu í raun tilbúnir að fórna því að ungt fólk og fólk almennt í þeirra löndum hafi vinnu til þess að fá þennan ímyndaða stöðugleika eða ég veit ekki hvað á að kalla þetta. Það væri áhugavert einmitt að heyra frekar frá þingmanninum vangaveltur hans.

Síðan líka varðandi Svíana að afstaða þeirra hefur verið svolítið sérstök innan Evrópusambandsins, (Forseti hringir.) þetta sjálfstæði gagnvart myntbandalaginu.