137. löggjafarþing — 43. fundur,  14. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[18:45]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Jón Bjarnason) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Það er nú svona með þessa heimaslátrun að hún er ekki leyfð svo glatt. En eins og ég gat um og hefur komið fram í ræðum manna hér gengur þetta mál þvert á flokka og menn fylgja sinni sannfæringu í svona stóru máli.

Hins vegar vil ég leggja áherslu á ábyrgð ráðuneytisins og mín sem ráðherra, hvernig sem þessi mál fara. Það er alveg hárrétt hjá hv. þm. Einari K. Guðfinnssyni að ég tel að kostnaðaráætlunin sem þarna er lagt upp með sé allt of lág og óraunsæ. Úr því má bæta en það er alveg ljóst að verði aðildarumsókn samþykkt fer vinna á fullan kraft nú þegar í haust og við munum þurfa að taka til alls sem við getum, hversu erfitt sem það reynist í niðurskurði á fjármagni til starfseminnar í ráðuneytunum.