137. löggjafarþing — 44. fundur,  15. júlí 2009.

þingfundur, nefndafundir og upplýsingar varðandi ESB-aðild.

[10:37]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég kem hér upp undir liðnum fundarstjórn forseta og ætla að tala um fundarstjórn forseta og minni frú forseta á að forseti þingsins er forseti allra þingmanna. Mér fannst ekki koma nógu skýrt fram í svari virðulegs forseta hér áðan hvernig ætti að taka á þessu máli. Það var kynnt að þessi drög mundu berast til hv. sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar í dag. Ég vil fá að vita útlistun á því hvenær það verður og hvort allir þingmenn fái aðgang að þessum skjölum.

Eins vil ég taka undir það sem kom fram í máli hv. þm. Illuga Gunnarssonar hér áðan, að það verði gert hér fundarhlé á meðan þingmenn eru að átta sig á nýrri stöðu og þar sem allir þingmenn fái að kynna sér innihald þessarar skýrslu.