137. löggjafarþing — 49. fundur,  11. ág. 2009.

Bankasýsla ríkisins.

124. mál
[16:17]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ákveðin pólitísk tíðindi voru í þessari ræðu hv. þingmanns. Ég heyrði ekki betur en — ég bið hann um að leiðrétta mig ef ég fer rangt með — að hann mælist til þess að við förum aftur í pólitískt skipuð bankaráð eins og voru hér fyrir einkavæðingu bankanna, eins og tíðkuðust í gamla daga, ég skil þetta ekki öðruvísi. Mér finnst það skelfileg tillaga, svo ég segi nú ekki annað, ef við ætlum að skipa pólitískt í bankaráð.

Það sem við ætlum að gera núna er að skipa fagmenn í bankaráðin, (Gripið fram í.) við erum að reyna að innleiða fagmennsku í bankastarfsemi í þessu landi, en ég heyri ekki betur en að við séum að tala um pólitískt skipuð bankaráð eins og tíðkuðust hér á níunda áratugnum. (Gripið fram í.) Ég bíð þá bara spenntur eftir því að vera boðið í lax, ég segi nú ekki annað.