138. löggjafarþing — 54. fundur,  19. des. 2009.

ráðstafanir í skattamálum.

239. mál
[14:51]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Eftir sköruglega ræðu hv. þm. Birkis Jóns Jónssonar líður mér svolítið eins og Lísu í Undralandi því að hann setti bókstaflega alla söguskýringu á hvolf. Það er nú kannski vandamál hans að eiga við.

Mig langar að koma inn á alhæfingar hans um afstöðu ríkisstjórnarinnar til svokallaðrar leiðréttingar á höfuðstól þar sem hann vísaði í það að nú séu bankarnir í slíkum athöfnum. Ég vil segja að afstaða ríkisstjórnarinnar hefur verið skýr í þeim efnum, að ekki komi til niðurfellingar skulda sem munu auka álögur á ríkissjóð. Telji bankarnir sig hafa svigrúm þá nýta þeir sér það að sjálfsögðu í þágu lántakenda bankans. Annað hefur aldrei komið til greina og það veit hv. þingmaður mætavel.