138. löggjafarþing — 74. fundur,  4. feb. 2010.

stjórn fiskveiða.

174. mál
[14:40]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Mér finnst að hæstv. forseti þegar hann verður var við það að einstakir þingmenn séu að gefa öðrum þingmönnum einkunnir fyrir ræðumennsku, að þeir séu ekki málefnalegir o.s.frv., og bera þá saman við aðra — ég var t.d. borinn saman við hv. þm. Björn Val Gíslason og þótti mín ræða ekki málefnaleg því að allar ræður stjórnarandstæðinga voru ekki málefnalegar. Samt fór ég eftir bestu getu, frú forseti, í gegnum hvern einasta lið í frumvarpinu og lagði mat á hvert einasta atriði. En það er sennilega ekki nógu málefnalegt í hugum hv. þingmanns þannig að ég var bara settur í sama flokk og allir aðrir og alls ekki sambærilegur við mjög málefnalega ræðu hv. þm. Björns Vals Gíslasonar. Ég vil að forseti geri athugasemd við svona einkunnagjöf.