138. löggjafarþing — 138. fundur,  12. júní 2010.

iðnaðarmálagjald.

661. mál
[17:08]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég held að vandinn sé einfaldlega sá að þeir aðilar sem höfðu áhuga á því að bera upp spurningar við hæstv. ráðherra eru búnir með ræðurnar sínar, ef ég skil málið rétt. Það er vandi sem við horfumst í augu við að ekki er mikill sveigjanleiki í fundarstjórninni eins og við þekkjum, fundarsköpin eru nokkuð niðurnjörvuð. Hæstv. ráðherra getur hins vegar leyst úr þessu með því að halda nokkrar ræður og þá gefst hv. þingmönnum í það minnsta tækifæri til að spyrja hæstv. ráðherra. Þar gætum við kannski orðið vitni að málefnalegum og góðum umræðum þannig að ég hvet hæstv. ráðherra til að huga að þeim möguleika. Ég veit hins vegar að hæstv. ráðherra er ekkert hræddur við að taka þessa umræðu, það hvarflar ekki að mér eina stutta stund.