138. löggjafarþing — 138. fundur,  12. júní 2010.

iðnaðarmálagjald.

661. mál
[17:09]
Horfa

Sigurður Kári Kristjánsson (S) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Hæstv. ráðherra telur að nóg sé komið af þessum umræðum sem hún kallar leik. Ég kvaddi mér einfaldlega hljóðs vegna þess að sá forseti sem nú situr í forsetastól gaf í skyn að ég væri ekki við umræðuna og væri ekki í húsi. Það er reyndar býsna óvenjulegt að forseti, sá sem situr í forsetastól (Gripið fram í.) hverju sinni, tiltaki það að einhver stjórnarandstæðingur sé ekki við umræðu um stjórnarfrumvarp. Gott og vel, það var vegna þess að ég fór og sótti mikilvæg gögn á skrifstofu mína. Ég tók það fram við hæstv. iðnaðarráðherra að hæstv. utanríkisráðherra hefði veitt fullnægjandi útskýringar við athugasemd mína og ég hefði tekið hana gilda. En ég hlýt í ljósi þess sem hér gerðist áðan að fara fram á, herra forseti, að forseti upplýsi þá um það hvaða þingmenn það eru fleiri sem ekki eru hér (Forseti hringir.) við þessa umræðu, þá kannski helst stjórnarþingmenn.