139. löggjafarþing — 36. fundur,  29. nóv. 2010.

fjáraukalög 2010.

76. mál
[15:52]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég hef líka athugasemdir við hvernig þetta mál hefur verið afgreitt af framkvæmdarvaldinu. Ég tel þetta einstakt mál sem hefði verið auðvelt að gera þingheimi grein fyrir að væri í burðarliðnum þegar það var á ferðinni. Þetta eru ekki háar upphæðir en vinnubrögðin skipta máli og ég kýs þess vegna að sitja hjá.