139. löggjafarþing — 42. fundur,  6. des. 2010.

fjáraukalög 2010.

76. mál
[21:37]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Nú er það svo að ég ætla ekki að sýna vanþakklæti yfir þeim hlýlegu orðum sem hv. þingmaður hafði hér í minn garð. (Gripið fram í: Er þetta ekki …?) En þetta er einkennandi fyrir það þing sem nú situr að ef einhver leyfir sér að tala af svolítilli hreinskilni kemur andstæðingurinn og mærir viðkomandi. Ég veit ekki alveg hvort mér á að líða vel eða illa með það. Ég vil upplýsa það hér að ég hef verið ákaflega dyggur stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar og sýnt mikla hollustu sem stjórnarþingmaður. Það hefur verið mér bæði ljúft og skylt. Og í þessu máli get ég auðveldlega greitt atkvæði út frá sannfæringu minni. Eins og ég fór yfir áðan tel ég í raun að á þessari stundu komist þingið ekki miklu lengra og eins og ég sagði: Ef hægt verður að afgreiða þingsályktunartillögu um rannsókn á sjóðnum sé ég ekkert því til fyrirstöðu að ég geti greitt frumvarpinu atkvæði mitt.