139. löggjafarþing — 49. fundur,  15. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[16:06]
Horfa

Björn Valur Gíslason (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður segir að móta þurfi stefnu, pólitíska stefnu um það hvernig á að leysa vanda Sjúkratrygginga. (GÞÞ: Ríkisendurskoðun segir það.) Það segir Ríkisendurskoðun sömuleiðis af gefnu tilefni að sjálfsögðu, því að eins og hv. þingmaður nefndi áðan hafa verið gríðarlegir erfiðleikar í rekstri Sjúkratrygginga til þessa. Það er þá afleiðing þeirrar pólitísku stefnu, það hlýtur að vera, sem hv. þingmaður mótaði bæði sem þingmaður og fyrrverandi heilbrigðisráðherra, (Gripið fram í.) til að reka þessa stofnun sem er að skila þessu, fyrst hann er að kalla eftir pólitískri stefnu til að (Gripið fram í.) leiðrétta þá niðurstöðu (Gripið fram í.) sem þar hefur verið. Auðvitað verður gripið til þeirra ráðstafana … (GÞÞ: Hvað meinarðu?) Auðvitað verður gripið (GÞÞ: Hverra?) til þeirra ráðstafana sem þarf (GÞÞ: Hverra?) til að rétta (Forseti hringir.) við rekstur Sjúkratrygginga eins og allt annað sem fyrrverandi þingmaður og hans samflokksmenn hafa skilið hér eftir í kaldakoli í samfélaginu. (GÞÞ: Svaraðu.) [Frammíköll í þingsal.]

(Forseti (KLM): Ég vil biðja hv. þingmann að hafa ró í salnum.)