139. löggjafarþing — 51. fundur,  17. des. 2010.

gjaldþrotaskipti.

108. mál
[11:10]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Með frumvarpi þessu er verið að setja inn í gjaldþrotalögin sérreglu um fyrningarfrest. Í fyrsta lagi hefði þetta lagaákvæði átt að koma inn í fyrningarlögin. Hér er verið að setja afturvirk lög og rökstyð ég það á nefndaráliti sem liggur fyrir þinginu. Ég vísa jafnframt til nýfallins dóms Hæstaréttar þar sem skýrt er kveðið á um það ásamt því að vísa til annarrar gamallar réttarþróunar um að ekki er hægt að beita nýjum lögum á gamla samninga. Nýju lögin geta því miður ekki yfirtekið þau gömlu. Ég kem því til með að sitja hjá í atkvæðagreiðslu þessari.