139. löggjafarþing — 54. fundur,  18. des. 2010.

brunavarnir.

79. mál
[12:21]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér erum við að upplifa einstakan farsa. Hv. þm. Mörður Árnason óskaði hæstv. umhverfisráðherra til hamingju með brunavarnaþrennuna. — Sagðirðu ekki brunavarnabrennuna? Þegar ég fór úr þinghúsinu í gær var ég búin að gera samkomulag við formann umhverfisnefndar og varaformann nefndarinnar um að standa að samkomulagi um að frumvarpið færi óbreytt í gegnum þingið.

Margt gerist í næturhúminu. Kl. fjögur var undirritað nýtt samkomulag og ég stend því ein eftir á samkomulaginu (Gripið fram í.) sem var innsiglað gærkvöldi. (Gripið fram í.) Það er alveg hreint með ólíkindum en það er lýsandi fyrir þessa ríkisstjórn, hún getur ekki staðið við samkomulag. Búið er að leggja fram breytingartillögu á nýjan leik þannig að ég sit að sjálfsögðu hjá í þeim jólafarsa sem er boðið upp á og vona að það kvikni hvergi í hjá ríkisstjórninni vegna þess vandræðagangs sem hún kemur sér í.