139. löggjafarþing — 54. fundur,  18. des. 2010.

brunavarnir.

79. mál
[12:22]
Horfa

Skúli Helgason (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Okkur er stundum tíðrætt í þessum sal um að mikill ágreiningur sé á milli stjórnmálaflokka um hin aðskiljanlegustu mál (SKK: Stjórnarflokka.) en í þessu máli, um frumvarp til laga um breytingar á brunavarnalögum, hefur runnið upp fyrir mér að við erum, þingheimur, sem kórdrengir þegar kemur að ýmsum hagsmunahópum í samfélaginu. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) Þetta er frumvarp (Gripið fram í.) sem var þess eðlis að það stóð nærri að það mundi fuðra upp í logandi ágreiningi í gær en sem betur fer náðu deiluaðilar saman um lendingu sem reyndar er ekki komin en það sætir furðu að öll tól eru til staðar og öll merki eru um að brunamála- og flugmálayfirvöld nái saman í þessu erfiða deilumáli sem staðið hefur árum saman. En þetta er ágætisbráðabirgðaniðurstaða sem ég styð.