139. löggjafarþing — 55. fundur,  18. des. 2010.

atvinnuleysistryggingar og málefni aldraðra.

339. mál
[14:26]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Eins og áður hefur komið fram eru í þessu frumvarpi nokkrir jákvæðir þættir en einnig aðrir þættir sem eru vanreifaðir og ekki er ljóst hvaða áhrif hafa. Við framsóknarmenn munum því sitja hjá við þessa afgreiðslu á heildarfrumvarpinu.

Ég vildi líka koma upp og óska þess að ríkisstjórnin væri jafndugleg við að vinna að góðum málum sem snerta atvinnumál og atvinnuuppbyggingu, setti jafnmikinn kraft í það og önnur mál sem hafa snert ríkisvæðingu, skattstefnu og niðurskurð því að kannski væri ekki þörf á þessu frumvarpi ef atvinna mundi aukast, ef við værum ekki sífellt að reyna að stoppa í göt vaxandi atvinnuleysis og langtímaatvinnuleysis.