139. löggjafarþing — 104. fundur,  31. mars 2011.

innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta.

237. mál
[19:30]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Það frumvarp sem við ræðum hérna og höfum rætt töluvert lengi gengur út frá þeirri forsendu að það sé ríkisábyrgð á innstæðum eins og þetta svar í rauninni segir, fjármálaráðherra vinnur eins og það sé ríkisábyrgð á innstæðum, og þess vegna þurfi að minnka ábyrgðina með því að samþykkja þetta nýja innlánatryggingarkerfi. Ég tel að það sé engin ríkisábyrgð á innstæðum og ég hef fært fyrir því rök að það samræmist ekki stjórnarskránni að það sé ríkisábyrgð á innstæðum því að hana þarf að tilgreina í fjárlögum eða fjáraukalögum. Það verður þá bara strax í kvöld að koma með fjáraukalög um að ríkissjóður ábyrgist 1.200 milljarða eða 1.500 milljarða eins og innstæður eru í landinu. Ég vil því enn og aftur spyrja hv. þingmann: Hvernig á maður að túlka svona svar lögfræðilega frá hæstv. fjármálaráðherra ríkisins?