139. löggjafarþing — 108. fundur,  11. apr. 2011.

fjölmiðlar.

198. mál
[15:39]
Horfa

Þráinn Bertelsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er ánægjulegt að lagafrumvarp, heildstæð lög um fjölmiðlun, skuli núna liggja fyrir þinginu. Á fáum sviðum þjóðlífsins hafa verið jafnmiklar, róttækar og örar breytingar og í fjölmiðlun. Nú hefur þessari ríkisstjórn tekist það sem öðrum ríkisstjórnum hefur ekki tekist og það er að koma saman heildstæðum lagabálki um fjölmiðlun sem byggir á framsækinni lagasetningu í Evrópu og er mikill fengur að fá í gildi hér á landi eins og annars staðar á þessu sviði þar sem villta vestrið hefur ríkt hingað til.