139. löggjafarþing — 113. fundur,  15. apr. 2011.

fjöleignarhús.

377. mál
[11:20]
Horfa

Sigurður Kári Kristjánsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég lýsi eins og margir aðrir þingmenn fullum stuðningi mínum við þetta mál og jafnframt þá breytingartillögu sem lögð hefur verið fram og hv. þm. Helgi Hjörvar hefur mælt fyrir. Sú breyting sem hann nefnir auðveldar fólki með sérþarfir að njóta aðstoðar dýra til að auðvelda sér líf sitt. Og þó svo að ég geti alveg tekið undir það með hv. þm. Vigdísi Hauksdóttur um að heilsa manna eigi að ganga framar áhugamálum hefur þetta frumvarp ekkert með áhugamál fólks að gera heldur allt aðra hluti. Við eigum að styðja þann tillöguflutning sem fram hefur komið frá hv. þm. Helga Hjörvar. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)