139. löggjafarþing — 120. fundur,  10. maí 2011.

barnalög.

778. mál
[17:30]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Dómari metur einfaldlega aðstæður hverju sinni og það sem er umdeilt á Norðurlöndunum, í Svíþjóð og Danmörku, er hversu vel réttarkerfinu hefur tekist að tryggja réttlæti frá sjónarhóli barnsins. Um það eru deildar meiningar og er verið að gera á því rannsókn bæði í Svíþjóð og á Danmörku hversu vel hafi tekist í þessum efnum.

Almenna reglan er sú á Íslandi að það er sameiginleg forsjá. Síðan er áherslan sú í þeim tilvikum þar sem deilur rísa og samkvæmt þessu frumvarpi að leita sátta og komast að niðurstöðu sem byggir á sátt, áherslan hvílir á því fyrst og fremst, í stað þess að fela dómara að knýja fram niðurstöðu (Forseti hringir.) viljum við leggja áherslu á að sú leið verði farin.