139. löggjafarþing — 135. fundur,  30. maí 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[21:07]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Birki Jóni Jónssyni fyrir aldeilis ágæta ræðu. Mig langar til að spyrja þingmanninn út í þetta pottakerfi allt saman sem verið er að opna fyrir. Menn segja að það sé til að hleypa nýliðum inn í greinina sem eykur fjárfestingu í greininni, sóknargetu og fjölgar sjómönnum og allt leiðir það til þess að fiskveiðiarðinum verður sólundað í offjárfestingu og of mikla sóknargetu, nákvæmlega það sem kerfið var hannað til að koma í veg fyrir.

Hefur þingmaðurinn engar áhyggjur af því að þetta muni leiða til þess að fiskveiðirentunni verði sóað og það verði yfirleitt ekkert að skattleggja í framtíðinni ef fram heldur sem horfir?