139. löggjafarþing — 135. fundur,  30. maí 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[21:50]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S) (andsvar):

Forseti. Ég vil leyfa mér að vitna í og lesa örlítið upp úr þeirri greinargerð sem liggur fyrir með því frumvarpi sem vitnað var til:

„Framsal aflaheimilda hefur leitt til gríðarlegrar byggðaröskunar víða um land og gert að engu eina bjargræði sjávarbyggða, sjósóknina, sem þær hafa notið í aldaraðir. […] Með samþykkt þessa frumvarps mun sú þróun snúast við og fólksflótti af landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins stöðvast …“

Ég tel að það sé kominn tími til að stjórnmálamenn á Íslandi hætti að hafa uppi þann málflutning að lofa fólki vítt um land því að það búi blóm, sól og grös í haga handan við hornið, bara ef við gerum breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu. Það snýst ekki um það eitt og sér. Eins og ég sagði er það heilbrigðisþjónusta, menntun barna. Ég fullyrði að aukið námsframboð í framhaldsskólum á svæðum ráða miklu meira um það hvernig byggðaþróun á landinu er heldur en (Forseti hringir.) sjósókn hefur gert á síðustu árum.