139. löggjafarþing — 135. fundur,  30. maí 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[22:02]
Horfa

Íris Róbertsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að taka þátt í umræðunni um hæfileika hv. þm. Þórs Saari í að koma málum sínum að heldur langar mig að spyrja virðulegan forseta hvort hann ætli að láta þingið vita eða þá þingmenn sem hafa tekið þátt í þessum maraþonfundi hvenær hann hyggist slíta fundi. Mun koma fram hversu lengi á að vera hérna? Sumir tala um að við verðum hér fram á nótt, í morgun kom fram að við ættum nánast að vera með svefnpokana hér. Ef ég þarf að sækja tannbursta og svefnpoka vil ég fá að vita það, virðulegi forseti.