140. löggjafarþing — 6. fundur,  11. okt. 2011.

tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands.

3. mál
[15:42]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég er nokkru nær en veit samt ekki alveg hvað getur gerst. Segjum að þessi nefnd sem hv. þingmaður situr í leggi fram frumvarp og Alþingi má ekki samþykkja það. Það getur rætt það í þremur umræðum en það þarf að passa sig að samþykkja það ekki. Um leið og búið er að samþykkja það verður að boða til kosninga og það stendur víst ekki til að gera það.

Á hvaða formi mundi þjóðin greiða atkvæði um þetta frumvarp? Hvernig yrði það gert?