140. löggjafarþing — 6. fundur,  11. okt. 2011.

tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands.

3. mál
[16:50]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Mér þykir gott að heyra hvatningu hv. þingmanns um að þingmenn ræði þetta mál af hógværð og lítillæti. Hv. þingmaður sagði líka að það væri krafa um að kjósa um tillögurnar. Er sú krafa ekki bundin því að sú kosning hafi einhver áhrif? Eða eru menn að gera kröfu um að kjósa um eitthvað sem hefur svo engin áhrif sem skipta máli? Er það virkilega þannig? Ég geri ekki ráð fyrir því að Jón Jónsson eða Gunna Gunnarsdóttir hafi áhuga á því að kjósa um eitthvað bara til að kjósa. Krafan er ekki að kjósa bara til að kjósa heldur til að hafa áhrif. Það vill svo til eins og þetta er uppbyggt allt saman að sú kosning sem menn ætla sér að hafa hefur engin áhrif. (BirgJ: Er þetta eitthvað öðruvísi en Icesave-samningurinn?) Já, af því að það var bindandi samkvæmt 26. gr. stjórnarskrárinnar.

ESB-púkinn, það er eins gott að sjá hann áður en hann dettur yfir okkur.