140. löggjafarþing — 35. fundur,  13. des. 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

195. mál
[19:47]
Horfa

Skúli Helgason (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Tryggva Þór Herbertssyni fyrir innleggið og fyrirspurnina. Það er mjög mikilvægt og það er einmitt ástæðan fyrir því að ég dró fram það sjónarmið sem fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda hafa teflt fram í umræðunni, m.a. með hv. efnahags- og viðskiptanefnd um þessi mál, þ.e. að draga fram þá mismunun sem á sér stað í lífeyriskerfi okkar og þörfina fyrir að stíga þar stefnumótandi skref til að jafna þennan mun. Ég tel að það sé reyndar mikilvæg forsenda þess að við náum saman, stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins, um þessa aðgerð að einhvers konar skuldbinding beggja aðila fylgi, um að farið verði í að jafna þennan mun og það sé jafnvel hluti af þeirri lausn sem menn muni finna á þessum málum hér á næstu dögum.