140. löggjafarþing — 87. fundur,  24. apr. 2012.

mælendaskrá í óundirbúnum fyrirspurnum.

[14:04]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U):

Virðulegi forseti. Ég sendi inn beiðni korter yfir átta þess efnis að ég fengi hér tækifæri til að ræða skipun starfshóps um hagkvæmni þess að leggja sæstreng (Forseti hringir.) og komst ekki á mælendaskrá. (Forseti hringir.) Ég er orðin þreytt á því að (Forseti hringir.) þurfa stöðugt að standa vörð um rétt minn til að taka þátt í umræðum á þingi og ég krefst þess, hæstv. forseti, að það liggi skýrt fyrir (Forseti hringir.) hvað þingmenn þurfa að gera til að komast á mælendaskrá. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)