140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

373. mál
[21:29]
Horfa

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (Vg) (andsvar):

Forseti. Ég þakka fyrir þessi svör. Ég bar upp þá hugmynd um daginn að til að vera siðleg ættum við Íslendingar að segja þeim hjá Evrópusambandinu að við afþökkuðum þessa styrki en legðum til í nafni evrópskrar samstöðu að þeir yrðu gefnir Grikklandi, Spáni eða öllum þeim þjóðum Evrópusambandsins sem búa nú við hálfgerða neyð, liggur mér við að segja. Þetta var sagt í hálfkæringi og gríni, en þetta er samt hugsað í alvöru. (Gripið fram í: Og láta Steingrím fylgja með?) Þetta er samt hugsað í alvöru. (Gripið fram í.)

Þá kemur að því aftur að alltaf er verið að tala um að allir verði að bíða eftir þessum samningi annars vitum við ekki neitt um hvað málin snúast — það verður að bíða eftir samningi.

Mig langar að spyrja: Þekkir hv. þingmaður til einhvers konar samninga (Forseti hringir.) annarra en þeirra sem snúa að aðlögunarferli að ESB, einhvers konar samninga milli tveggja frjálsra ríkja þar sem annað ríkið kemur (Forseti hringir.) færandi hendi með fjármagnsgjafir í viðræðuferlinu og (Gripið fram í.) (Forseti hringir.) þær eiga ekki að hafa nein áhrif á samningana? Er fyrirmynd einhvers staðar annars staðar en einmitt (Forseti hringir.) hjá þeim ríkjum sem (Forseti hringir.) ætla sér að verða aðilar að Evrópusambandinu?

(Forseti (ÞBack): Forseti vill áminna hv. þingmenn um að virða tímamörk og sérstaklega þegar tíminn er svo naumur sem ein mínúta.)