140. löggjafarþing — 107. fundur,  25. maí 2012.

heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði.

718. mál
[13:55]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Kristján Þór Júlíusson) (S) (andsvar):

Forseti. Ég tel enga ástæðu fyrir hæstv. innanríkisráðherra að gefa mér eða öðrum þingmönnum einkunnir, það er nóg að lesa nákvæma útprentun af þeirri frétt sem vitnað var til í nefndaráliti mínu. Ef það á að vera einhver einkunnagjöf skal hæstv. ráðherra bara taka þá stofnun í nefið sem ber ábyrgð á þeim fréttaflutningi sem ég styðst við í nefndaráliti mínu.

Spyrja má hins vegar hæstv. ráðherra: Hvernig í ósköpunum ætlar hann að fullnusta þá samþykkt sem hann stóð að við fjáraukalagagerðina fyrir árið 2010/2011 og fjárlögin árið 2012 sem gera ráð fyrir lánsfjármögnun úr ríkissjóði til þessa verkefnis? Hvað líður framkvæmd hæstv. ráðherra á þeim loforðum?