140. löggjafarþing — 119. fundur,  12. júní 2012.

veiting ríkisborgararéttar.

823. mál
[15:11]
Horfa

Frsm. allsh.- og menntmn. (Ragnheiður Ríkharðsdóttir) (S):

Virðulegur forseti. Ég mæli fyrir frumvarpi til laga um veitingu ríkisborgararéttar. Allsherjar- og menntamálanefnd hafa borist 57 umsóknir um ríkisborgararétt á vorþingi 140. löggjafarþings en skv. 1. mgr. 6. gr. laga um ríkisborgararétt, nr. 100/1952, veitir Alþingi ríkisborgararétt með lögum.

Af þeim 57 umsóknum leggur nefndin til að 36 einstaklingum verði veittur ríkisborgararéttur að þessu sinni og að lög þessi öðlist gildi þegar í stað.