140. löggjafarþing — 119. fundur,  12. júní 2012.

viðurkenning á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi.

663. mál
[18:39]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Ég get ekki látið hjá líða að gera grein fyrir atkvæði mínu vegna þess að mér þykir þar sem öll menntun er á hendi menntamálaráðherra þá ætti útgáfa leyfa- og lögverndunarskírteina að vera á höndum menntamálaráðherra líka sem sér og ber ábyrgð á menntunarferlinu þó svo starfsemin síðar geti verið á vegum fagaðila. En ég segi engu að síður já vegna þess að þetta er bitamunur en ekki fjár.