141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[13:51]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F):

Frú forseti. Líkt og hv. þm. Ragnheiður Elín Árnadóttir sagði áðan er hér verið að veita meira en 320 millj. kr. í mótframlag á móti aðlögunarstyrkjum frá Evrópusambandinu.

Ég ætla að rifja það upp enn einu sinni fyrir ráðherrabekkinn sitt hvoru megin við okkur að meiri hluti þjóðarinnar er andsnúinn Evrópusambandsaðild. Ítrekað hefur komið fram í skoðanakönnunum að meiri hluti þjóðarinnar vill draga Evrópusambandsumsóknina til baka. Á sama tíma veitir ríkisstjórnin ítrekað, í fleiri fjárlagaliðum sem við greiðum atkvæði um, hundruðum milljóna í aðlögun að Evrópusambandinu. Þetta er svolítið súrrealískt, frú forseti.