141. löggjafarþing — 53. fundur,  14. des. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[11:58]
Horfa

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (Vg) (andsvar):

Forseti. Það er alveg hárrétt hjá hv. þingmanni, ég sagði hér áðan að ég gæti gert það hér og nú ef ég fengi ein að ráða, að setja Skjálfandafljót í vernd, jökulsárnar í Skagafirði, Reykjanesskagann, Sveifluháls — beint í vernd, ekki í bið, beint í vernd. En mitt framlag eins og margra annarra hér, vonandi, þvert á flokka, til þessa starfs er einmitt að gera það ekki, heldur segja: Heyrðu, ég ætla að virða þetta ferli, ég virði það af öllum þeim þrótti sem ég get og leyfa þessum faghópum að vinna áfram sitt starf til að komast að niðurstöðu og geta þannig hjálpað fólki þvert á flokka einmitt til að taka upplýstari ákvarðanir.

Ég held að ég hafi í reynd svarað spurningum hv. þingmanns um biðflokkinn áðan. Þar þurfum við bara að fara varlega, eftir því hvers konar rannsóknir við erum að tala um, sérstaklega þegar kemur að háhitasvæðunum.