141. löggjafarþing — 53. fundur,  14. des. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[12:04]
Horfa

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (Vg) (andsvar):

Þetta er alveg rétt hjá hv. þingmanni. Satt best að segja leyfi ég mér að taka ofan fyrir þeim þingmönnum þeirra flokka sem iðulega eru merktir stóriðjustefnunni sem hafa ítrekað sagt hér í ræðustól að þeir vilji áfram tryggja faglegt ferli þessarar vinnu og að þeir vilji fylgja eftir faglegum niðurstöðum. Ég held að það sé mjög jákvætt og til góðs og því beri að hrósa. Fólk hefur meira að segja sagt: Ég er ósammála þessu og hinu, en ég skal beygja mig undir það. Það held ég að sé jákvætt og gott. Um leið ítreka ég það sem er mjög mikilvægt í þessu ferli líka og það er að til framtíðar hefði verið betra að biðflokkurinn væri enn stærri til að þetta væri langtímaverkefni og fólk gæti síðan tekið ákvarðanir. Það er alltaf mikilvægt að fagleg vinna sé líka þróuð áfram. (Forseti hringir.) Það er aldrei komið neitt eitt lokaorð, orð guðs. Meira að segja Biblían (Forseti hringir.) er full af misvísandi andstæðum þótt hún sé orðin þetta gömul, eins og við þekkjum, og sögð orð guðs.