141. löggjafarþing — 53. fundur,  14. des. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[12:12]
Horfa

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (Vg) (andsvar):

Forseti. Hv. þingmaður spyr ég hvort ég geti sett mig í spor hinna. Já, ég get það satt best að segja nokkuð vel. Eins og ég segi hef ég ekki gert kröfu um að óskum mínum sé framfylgt í þessum efnum. Ég hef reyndar lýst mjög eindregið þeirri skoðun minni að ég hefði mjög gjarnan viljað sjá breytingar þarna en við gefum öll eftir og beygjum okkur undir þessa aðferðafræði.

Varðandi ASÍ, hvort þetta skaði félagsmenn þess, þá er stór hluti félagsmanna Alþýðusambands Íslands Íslendingar sem hafa meðal annars, eins og ég kom inn á áðan, sagt í skoðanakönnunum að þeir vilji passa náttúruna okkar, þeir vilji passa landið okkar. Yfirgnæfandi meiri hluti vildi stofna miðhálendisþjóðgarð þegar spurt var um það. Ég held að fólk vilji passa upp á landið okkar og náttúruna og að það líti ekki svo á (Forseti hringir.) að eina leiðin sé að virkja hér hvert fljót (Forseti hringir.) eða hvert dýrmætt jarðhitasvæði. Ég held að almennt líti fólk ekki svo á að það sé eina leiðin út úr (Forseti hringir.) þeirri krísu sem við höfum verið í.