141. löggjafarþing — 84. fundur,  20. feb. 2013.

samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins.

155. mál
[16:55]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Þetta er þriðja kjörtímabilið sem þetta ágæta mál er til umfjöllunar. Ég vil fá að nota tækifærið og þakka meðflutningsmönnum og fyrri flutningsmönnum málsins atbeina þeirra og þá góðu samstöðu sem um það hefur tekist í þinginu. Hér er verið að lögfesta barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og tryggja með því enn frekar réttindi barna á Íslandi. Ég vona að þetta verði fordæmi til þess að aðrir mannréttindasáttmálar verði einnig lögfestir, svo sem sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)